a Pendejo & Bjartmar

 

Pendejo & Bjartmar
 

 
Listafélagid til forna og Baddi F.
 
 
   
 
miðvikudagur, maí 23, 2007

á morgun
 

Á morgun er nákvæmlega eitt ár síðan einhver snerti við þessu skrípi.

miðvikudagur, maí 24, 2006

Rivertown baby yeah
 

Fyrst að þið flýið allir heimahagana og svíkið lit, þá ætla að ég bjóða uppá skoðunarferð um æskuslóðir ykkar Árbæinga, næstkomandi laugardag. Reikna má með að gleðin hefjist um klukkan 19:30, í Skógarási 15. Mælt er með því að menn mæti með tóman maga, því Eddi Eskimo og Gísli Sveri ætla jafnvel að reiða fram einhverjar kræsingar. Makar eru vinsamlegast afþakkaðir, allavegana fyrst um sinn, meðan menn keppast um að týna rænunni.
Þess má geta að þó þessi forna byggð í Árbæ virðist ykkur nú í órafjarlægð, þá má hæglega taka leigubíl með litlum tilkostnaði til miðbæjar Reykjavíkur, séu nógu margir um hituna. Strætó gengur líka til þessa afskekkta byggðalags.
Ef menn vilja bóka/afbóka, má hringja í síma 8406048.

Góðar stundir.

föstudagur, mars 03, 2006

Bjarnarstígsgleði
 

Ég verð grand á því á morgun og ætla að elda smávegis fyrir okkur drengina þannig að það væri fínt ef þið munduð mæta bara upp úr sex hálfsjö á morgun.

Og muna eftir góða skapinu.

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Ernir heiti ég!
 

Ég er víst endurfæddur.

Ég krefst þess að samkoma verði næstu helgi. Hver er til? Góður séns að ég geti hýst gleðina, ég á bara eftir að ræða það við betri helminginn.

sunnudagur, nóvember 27, 2005


 

Til að þeir meðlimir listafélagsins Pendejo og Bjartmar sem ekki stunda knattspyrnu verða ekki fyrir frekara ónæði ákvað ég að opna litla ljóta Blog.central síðu þar sem að skráning í knattspyrnuna fer fram.

blog.central.is/pendejo

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Sælar
 

Ég hefi lokið námskeiði í meðferð skotvopna, sem og veiðikortanámskeiði. Nú er bara að leggja inn pantanir fyrir jólamáltíðina, get útvegað allt frá snjótittlingum upp í elgi.

Annars finnst mér vera kominn tími á hitting. Ég legg til að við verðum ekki grand í þetta sinn heldur pöntum bara pítsu og drífum þetta af, frekar en að eyða tíma í að plana eitthvað. Þannig auglýsi ég eftir dagsetningu sem allir geta séð sér fært að mæta á. Gott væri ef Bjartmar gæti mætt, ég á við hann óuppgerðar sakir.

mánudagur, október 31, 2005


 

Er eitthvað til í því að Bjartmar hafi greinst með sárasótt og hafi verið sendur til Asíu í einangrun? Hann kvartaði allaveganna sárann undan grefti og blóði í þvagi síðast þegar ég hitti hann.

 

 
   
  This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

Home  |  Archives